föstudagur, 2. desember 2016
Innlent 2. desember 17:43

Tölur Seðlabankans slá ný met

Greiðslujöfnuður við útlönd og eignastaða þjóðarbúsins sýnir stöðu sem aldrei hefur verið jafngóð í mælingum Seðlabankans.

Innlent 2. desember 17:20

Grandi og Sjóvá einu sem hækkuðu

Meðan Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,24% voru hlutabréf HB Granda og Sjóvá-Almennra þau einu sem hækkuðu í verði.
Innlent 2. desember 16:45

Benedikt og Katrín hittust í dag

Birgitta Jónsdóttir segir formenn Viðreisnar og Vinstri grænna hafa hist á fundi fyrr í dag.
Innlent 2. desember 16:25

Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur fengið stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands.
Innlent 2. desember 15:49

Arion borgar skuldabréf Kaupþings

Arion banki greiðir 27 milljarða króna inn á skuldabréf í eigu Kaupþings sem gefið var út vegna aðgerða um afnám fjármagnshafta.
Innlent 2. desember 15:13

Á fimmta milljarð króna til sjóðanna

Þegar umsýsluþóknanir lífeyrissjóða til fjárfestingarsjóða innan lands og utan eru teknar með í reikninginn hækkar kostnaðarhlutfall þeirra.
Erlent 2. desember 14:55

Airbnb lofar umbótum

Airbnb leigumiðlunin hefur lofað umbótum. Forsvarsmenn síðunnar setja takmarkanir á leigutíma í London og Amsterdam.
Innlent 2. desember 14:32

Birgitta boðuð á Bessastaði

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Innlent 2. desember 14:27

Páll nýr framkvæmdastjóri Samorku

Páll Erland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku. Páll hefur störf í ársbyrjun 2017. Hann tekur við starfinu af Gústaf Adolf Skúlasyni.
Innlent 2. desember 14:07

Forstjóri telur brot varða fangelsisvist

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra til lögreglu.
Innlent 2. desember 13:50

51 milljarður í niðurgreiðslu skulda

Ríkissjóður Íslands hefur ráðstafað 51 milljarði til niðurgreiðslu skulda það sem af er þessu ári.
Innlent 2. desember 13:33

Tæp 80% úrgangs í endurnýtingu

621 þúsund tonn féllu til af úrgangi á landinu árið 2014, þar af voru 78% endurnýtt og tæp 22% brennd eða urðuð.
Innlent 2. desember 12:57

Viðskipti hefjast að nýju klukkan 13:10

Viðskipti í Kauphöll Nasdaq Iceland hefjast að nýju klukkan 13:10.
Erlent 2. desember 12:31

Miðnætursímtal réð úrslitum

Símtal milli Alexander Novak og Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Rússa og Sádí-Araba, réð úrslitum um samkomulag OPEC ríkjanna.
Innlent 2. desember 12:14

Beint flug til Prag næsta sumar

Czech Airlines flýgur beint frá Keflavíkurflugvelli til Prag næsta sumar.
Innlent 2. desember 11:54

Seinagangur Landsbankans veldur ugg

Enn hefur bankaráð Landsbankans ekki ákveðið hvort og þá hvenær byggðar verði nýjar höfuðstöðvar fyrir bankann á lóð við Hörpu.
Innlent 2. desember 11:23

Fljúga beint til Belfast

Flugfélag Íslands í samstarfi við Icelandair flýgur til Belfast í Norður-Írlandi á Bombardier Q400 vélum.
Innlent 2. desember 11:03

VG bætir við sig

Vinstri græn hafa bætt við sig fylgi frá nýafstöðnum kosningum. Flokkurinn mælist með tæplega 21% fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi.
Innlent 2. desember 10:33

Almenni sigrar tvöfalt

Almenni lífeyrissjóðurinn vinnur verðlaun fagtímarits í Evrópu, m.a. því þriðjungur iðgjalda fara í erfanlegan séreignasjóð.
Fleiri fréttir Fleiri fréttir